Sælkeradagatölin slá í gegn

Dagatal fyrir sælkera með ljúffengum karamellum.
Dagatal fyrir sælkera með ljúffengum karamellum. mbl.is/Karamelleriet

Það er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólunum, sem munu birtast handan við hornið áður en við vitum af. Eitt af því sem fylgir aðventunni er að gera vel við sig með jóladagatali og finnast þau orðið í ótal útgáfum. Dagatöl eru svo sannarlega ekki bara fyrir börn því fullorðnir mega ekki síður njóta og óska þá eftir veglegri útgáfu en fyrirfinnst.

Lakkrískóngurinn Johan Bülow kom með lakkrísdagatal fyrir nokkrum árum sem sló heldur betur í gegn. Og nú hafa stelpurnar sem standa á bak við Karamelleriet svarað með dásemdar rjómakaramellum sem enginn getur staðist. Dúnmjúkar rjómakaramellur líka með piparmyntubragði, lakkrís eða sjávarsalti eins og enginn hefur smakkað þær áður.

mbl.is/Karamelleriet
mbl.is