Nýr Smjörvi mættur í verslanir

Léttur Smjörvi á ábyggilega eftir að gleðja marga.
Léttur Smjörvi á ábyggilega eftir að gleðja marga. mbl.is/MS

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar gamalgróin vörumerki breyta um búning eins og gerðist í sumar þegar Smjörvi var settur í nýjar umbúðir. Til að toppa herlegheitin hefur MS sett nýja gerð af Smjörva á markað sem kallast Léttur-Smjörvi og er – eins og nafnið gefur til kynna – mun fituminni en sá klassíski. 

Hljóta þetta að teljast stórtíðindi hjá þeim sem huga að aðhaldi í aðdraganda vetrar en forsvarsmenn MS fullyrða að bragðið sé það sama. Það gefur því augaleið að lífið verður töluvert léttara eða að minnsta kosti hitaeiningasnauðara hjá aðdáendum Smjörva með tilkomu Létt-Smjörvans. 

mbl.is