Reddaðu heimilisskipulaginu með þessari lausn

Til að koma skipulagi á skúffurnar er ágæt leið að …
Til að koma skipulagi á skúffurnar er ágæt leið að byrja á því að merkja ílátin. mbl.is/Valdemarsro

Það jafnast fátt á við gott skipulag í skúffunum sem auðvelda manni að finna það sem maður leitar að. Það er eitthvað við það að sjá ílát sem raðast vel saman, eða allt með eins merkingum – eða er það kannski fjarlægur draumur?

Til þess að koma sér í gang er það eina sem þú þarft að gera að trítla í næstu föndurbúð eða bókabúð og kaupa límmiðapappír í stærðinni A4. Því næst prentarðu út merkimiðana HÉR eða HÉR – límir á ílátin og merkir. Svo einfalt og ágætissunnudagsverkefni fyrir alla fjölskylduna.

mbl.is