Hefur þú smakkað jarðarberjasmjör?

Jarðarberjasmjör kemur skemmtilega á óvart með brauðbollum eða hrökkbrauði.
Jarðarberjasmjör kemur skemmtilega á óvart með brauðbollum eða hrökkbrauði. mbl.is/Valdemarsro

Eitt af því sem er svo dásamlegt við að fara utan er að týnast í stórmarkaði og skoða nýja hluti. Oftar en ekki ratar maður í kælana og rekst á eitthvað sem maður bara verður að smakka eins og jarðarberjasmjör. Hér er ein ofureinföld uppskrift að slíku sem tekur 10 mínútur að græja.

Jarðarberjasmjör

  • 75 g mjúkt smjör
  • 2 msk hunang
  • 1 dl jarðarber, skorin (5-7 stk)

Aðferð:

  1. Notið töfrasprota á smjörið þar til það er orðið vel mjúkt. Setjið jarðarber og hunang út í og blandið vel saman.
  2. Smjörið er sett í skál eða í glas og inn í kæli þar til það á að notast.
  3. Geymist í kæli í 2-3 daga.
mbl.is/Valdemarsro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert