Blóðug augu vinsæl þessa dagana

Blóðug augu eru fullkominn munnbiti.
Blóðug augu eru fullkominn munnbiti. mbl.is/Taste of Home

Halloween hefur tekið miklum vinsældum hér á landi í gegnum árin. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum af börnum og ekki síst fullorðnum. Það er mikið lagt í skreytingar við húsin og flestir bjóða upp á einhvers konar „hrylling“ til að maula á. Hér kemur uppskrift að blóðugum augum fyrir þá sem taka þessa hefð alla leið.

Blóðug augu (12 stykki)

  • 2 bollar flórsykur, sigtaður
  • ½  bolli mjúkt hnetusmjör
  • 3 msk. mjúkt smjör
  • Hvítt súkkulaði
  • 24 súkkulaðidropar eða M&M´s
  • 1 msk. vatn
  • Rauður matarlitur

Aðferð:

  1. Setjið 1 bolla af flórsykri, hnetusmjör og smjör í ílát. Mótið í litlar kúlur og setjið á smjörpappír og í kæli í 30 mínútur.
  2. Bræðið hvíta súkkulaðið undir vatnsbaði og dýfið kúlunum út í. Setjið litla súkkulaðihnappana strax á kúlurnar sem augu og leyfið súkkulaðinu að harðna í sirka 30 mínútur.
  3. Blandið saman vatni og matarlit í restina af flórsykrinum. Setjið í sprautupoka og klippið lítið gat fremst á pokann. Skreytið súkkulaðikúlurnar eins og lekandi blóð og berið fram í næsta partíi.
mbl.is