Sushi sem kemur á óvart

Skemmtileg hugmynd og tilvalin sem forréttur eða smáréttur í næsta …
Skemmtileg hugmynd og tilvalin sem forréttur eða smáréttur í næsta afmæli. mbl.is/Chelsea Lupkin

Þetta er krúttlegasta og ferskasta sushi-uppskrift sem við höfum séð lengi og tekur enga stund að græja. Eflaust einhverjir krakkar sem myndu vilja gæða sér á þessu því hér getur maður leikið sér með hvaða hráefni sem er í fyllinguna. Svo fram með prjónana og smökkum á gúrku-sushi með hummus.

Gúrku-sushi með hummus

  • 1 stór gúrka
  • Hummus
  • Fetaostur, mulinn
  • Ólífur, saxaðar
  • Cherry-tómatar, saxaðir
  • Ferskt dill
  • Sítróna

Aðferð:

  1. Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar eftir henni endilangri með grænmetisskrælara. Leggið sneiðarnar á eldhúsbréf til að þurrka þær.
  2. Leggið tvær langar gúrkusneiðar ofan á hvor aðra. Smyrjið þunnu lagi af hummus og stráið smátt skornum tómötum, fetaosti og ólífum ofan á.
  3. Rúllið þétt upp og stingið dillstöng ofan í hverja rúllu. Kreistið sítrónusafa yfir ef vill og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert