Svona ristar þú hvítlauk

Ristaður hvítlaukur setur matargerðina á hærra plan.
Ristaður hvítlaukur setur matargerðina á hærra plan. mbl.is/Parker Feierbach

Ristaður hvítlaukur getur fært matargerðina frá 0 upp í 100 á mettíma. Hann verður mjúkur eins og smjör og passar með hverju sem er – jafnvel smurður ofan á brauð. Upplagt er að rista nokkra í einu því þeir geymast í nokkrar vikur í ísskáp og einhverja mánuði í frysti.

Ristaður hvítlaukur

  • 1 hvítlaukshaus (eða fleiri)
  • Ólífuolía
  • Gróft salt (sjávarsalt)
  • Svartur pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°. Skerið toppinn af hvítlauknum. Dreypið olíu, salti og pipar yfir og pakkið inn í álpappír. Leggið á bökunarplötu og inn í ofn.
  2. Ristið hvítlaukinn í 40 mínútur þar til hann verður gylltur og mjúkur. Þú veist hvenær hann er tilbúinn, þegar heimilið byrjar að ilma og auðvelt er að stinga hnífsoddi í gegnum hann. Leyfið hvítlauknum aðeins að kólna áður en hann er tekinn úr hýðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert