„Þetta er búin að vera algjör geðveiki“

Hér má sjá mynd sem Hagavagninn deildi af framkvæmdunum.
Hér má sjá mynd sem Hagavagninn deildi af framkvæmdunum. mbl.is/Facebook

Meistari Emmsjé Gauti er formlega orðinn veitingamaður en hinn sögufrægi Hagavagn við Vesturbæjarlaugina opnaði á ný í dag eftir algjörar endurbætur. 

Gauti var mættur í spjall til Huldu og Loga nú síðdegis þar sem hann greindi frá því að hann væri út í skúr að spjalla við þau því það væri svo brjálað að gera á staðnum að bjartsýnustu menn hafi ekki einu sinni átt von á því.

Mestmegnis voru það heimamenn sem komu til að kíkja á Hagavagninn sem er orðinn úrvals hamborgarastaður sem býður upp á þrjár tegundir hamborgara, sem er jafnframt hægt að fá vegan, auk nokkurra annarra rétta en þó ekki djúpsteiktu pylsunnar sem Hagavagninn var þekktur fyrir hér forðum. 

Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert