Hvernig egg er best að nota til í marengs?

Marengshreiður með ferskum berjum og ljúffengu kremi - hversu fallegt!?
Marengshreiður með ferskum berjum og ljúffengu kremi - hversu fallegt!? mbl.is/Columbus Leth

Í framhaldinu af frétt okkar um að aldur eggjanna geti skipt höfuðmáli í bakstri er rétt að líta aðeins á hvernig egg henta best til að þeyta. 

Það sem gerist þegar egg eru þeytt er að hreyfingin veldur því að prótein losna í sundur og tengjast svo aftur í kringum loftbólur (svona nokkurn veginn).

Þegar eggjahvíturnar eru nýjar tekur lengri tíma að þeyta þær og þarf meiri orku til að ná próteinunum í sundur. Hins vegar verður útkoman mun þéttari og heldur sér betur. Kuldi hjálpar póteinunum einnig að halda sér. 

Hins vegar er auðveldara að þeyta eldri egg og hin þeytta hvíta verður töluvert loftmeiri. Hættan er hins vegar sú að þeytta hvítan fellur frekar sé hún ekki notuð strax. Sama gildir um stofuhitann. 

Það er því óhætt að mæla með nýjum og köldum eggjum í marengs. Auðveldara er að vinna með þeyttu hvítuna og marengsinn sjálfur verður áferðarfallegri. Hins vegar breytir þetta kannski ekki öllu þar sem við notum flest hrærivélar og því skiptir ekki öllu hvort við þeytum tveimur mínútum lengur til eða frá. 

Þessi marengs-terta tryllir bragðlaukana.
Þessi marengs-terta tryllir bragðlaukana. Ljósmynd/Dröfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert