Húsráðið sem breytir lífinu

Ljósmynd/IKEA

Flest höfum við lent í því að heyra af húsráði sem sérfræðingarnir þekkja og nota en okkur hinum hefði bókstaflega aldrei dottið í hug. Þetta húsráð er eitt þeirra og þurfti móðir mín að útskýra fyrir mér líkt og ég væri langt undir meðalgreind að þetta virkaði í alvöru og væri í reynd svona einfalt. 

Hver kannast ekki við að ná ekki límmiða af krukku, trjákvoðu úr flíkum eða harpixi af höndunum? Og hvert er er ráðið? Ekki hreinsað bensín heldur gömlu góðu sítrónudroparnir. Þið vitið... kökudroparnir góðu sem við notum til að bragðbæta mat (þó aðallega kökur). 

Nóg er að nudda nokkrum dropum á límið/kvoðuna sem þarf að ná í burt og það hverfur eins og dögg fyrir sólu. 

Algjörlega ótrúlegt en virkar. 

mbl.is/
Ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert