Reglurnar sem borðgestir drottningar verða að fylgja

Drottningin á leið í garðpartý í Buckingham-höllinni í lok maí.
Drottningin á leið í garðpartý í Buckingham-höllinni í lok maí. AFP

Segjum sem svo að þér verði boðið í kvöldverð í Buckhingham-höll á næstunni, þá eru ákveðnar reglur sem þú hreinlega verður að kunna ef þú ætlar að komast í gegnum kvöldið án þess að verða að háði og spotti. 

Reglurnar eru að sjálfsögðu mýmargar og flestar flokkast þær undir almenna skynsemi og borðsiði. 

En tvær eru reglurnar sem bannað er að brjóta:

Í fyrsta lagi er harðbannað að setjast til borðs fyrr en drottningin hefur sest.

Í öðru lagi máttu ekki byrja að borða fyrr en drottningin byrjar og þú getur einungis borðað á meðan drottningin borðar því um leið og hún hefur borðað sinn síðasta bita er máltíðinni formlega lokið. 

Engum sögum fylgir hvort drottningin borði almennt hægt til að sýna gestum sínum tillitssemi en miðað við hvað hún borðar þá er eins gott að hafa hraðann á. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert