Stórsniðugar servíettur frá Reykjavík Letterpress

Þessar hnífaparaservíettur eru ómissandi yfir hátíðirnar.
Þessar hnífaparaservíettur eru ómissandi yfir hátíðirnar. mbl.is/Reykjavík Letterpress

Við rákumst á þessar hnífaparaservíettur hjá Reykjavík Letterpress, en fyrirtækið er þekkt fyrir að hanna og handþrykkja merkimiða, boðskort og servíettur svo eitthvað sé nefnt.

Hnífaparaservíetturnar koma í tveimur litum með litlum vasa til að stinga hnífapörunum ofan í. Eins fylgja þeim skemmtilegir miðar þar sem hægt er að setja nafnið sitt og merkja þannig sitt sæti. Á jólamiðunum eru líka bútar úr jólalögum sem fólk þarf að giska í eyðurnar á og einnig eru sérstakir áramótamiðar þar sem hægt er að skrá niður markmið komandi árs og gera upp það gamla. Stórsniðugt til að þjappa gestunum saman og mynda skemmtilega stemningu við borðhaldið.

Servíetturnar koma ýmist með lagabútum úr íslenskum jólalögum eða sem …
Servíetturnar koma ýmist með lagabútum úr íslenskum jólalögum eða sem áramótauppgjör. mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is/Reykjavík Letterpress
mbl.is