Drekkur ekki sykraða gosdrykki

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og fagurkeri með meiru.
Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og fagurkeri með meiru. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Fatahönnuðurinn og fagurkerinn Andrea Magnúsdóttir er fyrirmynd margra þegar kemur að fallegum klæðaburði og almennum smekklegheitum. Við fengum að leggja fyrir hana nokkrar laufléttar jólaspurningar... svona rétt til að sjá hvernig jólunum hjá henni er háttað. 

Hvað borðar þú í jólamatinn? Við erum alltaf með hamborgarhrygg að hætti mömmu & pabba.

Meðlætið sem þú verður að hafa? Sykurgljáðan ananas & sykraðar kartöflur og eplasalat.

Uppáhaldssósan þín? Ég er ekki mikil sósukona en með hamborgarhryggnum erum við með brúna rauðvínssósu.

Malt og appelsín? Nei, ég drekk ekki sykraða gosdrykki þannig að á jólunum fæ ég mér eðalsódavatn með jólamatnum. 

Grænar baunir: heitar eða kaldar? Heitar

Bakar þú fyrir jólin? Já, við erum mest í piparkökubakstri og höfum það fyrir hefð að hittast og mála & skreyta piparkökur, ég hef gert það síðan ég var lítil stelpa og það eru uppáhaldsjólastundirnar mínar/okkar. Ég er búin að safna alls konar formum í mörg ár og það sem hefur komið hérna út úr ofninum í gegnum tíðina er í öllum mögulegum stærðum, gerðum & formum. Við skreytum piparkökur snemma í desember, það sem er skemmtilegast við það er að það gleyma sér allir ungir sem aldnir. Svo er að halda í sér, bannað að borða flottustu listaverkin strax.

Uppáhaldssmákökurnar? Spesíurnar hennar ömmu Lú.

Hvaða matur er ómissandi um jólin? Ég elska rúgbrauð & síld og graflax á ristuðu brauði. Það er ómissandi ásamt auðvitað hamborgarhryggnum.

mbl.is/Aldís Pálsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert