Nýjar bragðtegundir frá Kellogg´s

Þessar bragðtegundir munu líta dagsins ljós árið 2019.
Þessar bragðtegundir munu líta dagsins ljós árið 2019. mbl.is/Kellogg´s

Á komandi ári munu nýjungar í morgunkornaflórunni líta dagsins ljós. Hér eru um þrjár nýjar bragðtegundir að ræða sem eiga eftir að koma litlum kroppum á óvart.

Við erum að tala um Rice Krispies með jarðarberjabragði sem á eflaust eftir að rata í einhverjar bragðgóðar kökuuppskriftir. Síðan er það hunangs Frosted Flakes og rúsínan í pylsuendanum er morgunkorn sem margir hafa beðið lengi eftir – Frosted Flakes með bananakremi. Bananaútgáfan kom fyrst út árið 1981 og var tekin af markaðnum þremur árum seinna, en fólk hefur beðið um endurkomu þess í áraraðir – og biðin er á enda.

mbl.is