Svona lengir þú líftíma handklæða

Þú getur frískað upp á gömul handklæði í stað þess …
Þú getur frískað upp á gömul handklæði í stað þess að henda þeim út. mbl.is/White Away

Þegar þú kaupir ný handklæði er mikilvægt að meðhöndla þau rétt áður en þú tekur þau í notkun. Sumir vilja meina að best sé að leggja ný handklæði í bleyti, kalt vatn, í 24 tíma áður en þau eru þvegin í fyrsta sinn.  

  • Góð regla er að þvo alltaf handklæði á 60° til að drepa allar bakteríur sem þar kunna að finnast.
  • Forðist að nota mýkingarefni því það getur lagst yfir handklæðin eins og himna sem hindrar að þau dragi rakann í sig þegar þú þurrkar þér með þeim.
  • Ef þú ert með gömul handklæði sem eru það hörð að þau virka eins og sandpappír, þá er bara að gera eftirfarandi í stað þess að henda þeim út. Þvoið handklæðin á suðu með 2 dl af edik í hólfið þar sem þvottaefnið fer og 1 dl af natron í hólfið þar sem mýkingarefnið fer. Edikið sér um að fjarlægja sápurestar og ef til vill lykt, á meðan natronið frískar upp á. Skellið svo handklæðunum í þurrkara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert