Sjóðheitt úr eldhúsinu frá Ferm Living

Það voru að detta inn myndir og fregnir af öllu …
Það voru að detta inn myndir og fregnir af öllu því nýjasta úr eldhúsinu hjá Ferm Living. mbl.is/Ferm Living

Það allra nýjasta úr eldhúsinu hjá Ferm Living var kynnt nú á dögunum við tilheyrandi fögnuð, en fyrirtækið er þekkt fyrir að vera með nýjustu strauma og stefnur alveg á hreinu.

Við sögðum ykkur frá Ripple Glass-vörulínunni þeirra sl. sumar og deildum einum svalandi drykk með í leiðinni, sjá hér. Þessi dásamlegu glös og karafla sem hlotið hafa verðlaun fyrir hönnun sína eru nú væntanleg í reyktum lit – frábær viðbót í safnið. Eins eru geggjaðir hitaplattar með brass-áferð á borðunum sem sóma sér einnig vel sem skúlptúr uppi á vegg. Ný munstur og litir í viskastykkjum eru líka væntanleg svo eitthvað sé nefnt. 

Ripple Glass vörurnar eru væntanlegar í reyktum gráum lit.
Ripple Glass vörurnar eru væntanlegar í reyktum gráum lit. mbl.is/Ferm Living
Fallegar línur í þessum hitaplöttum sem eiga ekkert erindi ofan …
Fallegar línur í þessum hitaplöttum sem eiga ekkert erindi ofan í skúffu. mbl.is/Ferm Living
Við höfum alltaf pláss fyrir ný skurðarbretti í eldhúsið.
Við höfum alltaf pláss fyrir ný skurðarbretti í eldhúsið. mbl.is/Ferm Living
Ómótstæðinlegir litir og munstur í þessum viskastykkjum.
Ómótstæðinlegir litir og munstur í þessum viskastykkjum. mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
mbl.is