Margnota hylki fyrir Nespresso-vélar

mbl.is/WayCap

Nú geta aðdáendur Nespressó sem gremst einnota hylkjanotkunin tekið gleði sína því WayCap eru margnota og áfyllanleg kaffihylki fyrir Nespresso-kaffivélar. Þau eru úr ryðfríu stáli og því hægt að fylla á þau og nota um ókomna tíð og þú velur þitt uppáhaldskaffi í uppáhellinguna.

Endist ævilangt
WayCap Nespresso-kaffihylkið dugar ævilangt og þú getur notað það til að hella þér upp á fyllra og ilmandi kaffi það sem eftir er.

Hylkið virkar eins og einnota hylkin um leið og þú hefur náð tökum á því og ert komin upp á lag með að hella upp á þitt uppáhaldskaffi.

Í kaffihylkjunum er sérhannað rennsliskerfi bæði þegar vatnið rennur í hylkið og úr því. Tilgangurinn með því er að ná fram bestu mögulegu gæðunum í kaffinu sem þú kaupir, hvort sem þú kaupir malað í poka í matvöruverslunum eða baunir frá kaffiframleiðendum.

Það tók WayCap tvö ár að prófa mismunandi fyrirkomulag á inn- og útrennslisspjöldunum til að finna besta flæðið og ná þannig fram besta expressóinu. Markmiðið var að hella upp á gæðakaffi, hvaðan sem það kæmi og í leiðinni gera þér kleift að hella upp á með fallegri og vel hannaðri vöru.

Hylkin eru úr ryðfríu stáli, áreiðanlegu og sterku efni. Þéttihringurinn undir lokinu er úr sílikoni samþykktu fyrir matvæli. Hráefnin sem notuð eru í kaffihylkin eru öll samþykkt fyrir matvæli.

Hægt er að panta hylkin inn á mistur.is og kostar pakki með tveimur hylkjum 7.390 krónur.

Nespresso-kaffivélar.
Nespresso-kaffivélar. Mynd/Wikipedia
mbl.is