Svona fægir þú silfur á 5 mínútum

Flest eigum við silfur sem þarf að pússa. Annaðhvort fagra muni, þá mögulega verðlaunagripi, eða skartgripi sem voru eitt sinn glansandi fínir. 

Hægt er að kaupa alls kyns efnablöndur út í búð sem innihalda kemísk efni en hér er 100% heimatilbúin og umhverfisvæn blanda sem fægir silfrið á augabragði. 

Það eina sem þú þart er:

  • 1 l heitt vatn (soðið vatn)
  • 4 msk. salt
  • 4 msk. mat­ar­sódi
  • 1 örk álp­app­ír (hyl­ur botn­inn á vask­in­um)

Heita vatnið er sett í vaskinn og efn­um blandað sam­an við, hrært aðeins í. Silf­ur sett út í vatnið, látið bíða í nokkra stund. Svert­an af silfr­inu fer af og yfir á álp­app­ír­inn.

Silfrið er skolað og þerrað með bóm­ull­ar­klút.

Lósmynd/Ólafur Ingi Brandsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert