Fimm algeng mistök í þrifum

Byrja á vitlausum enda: Mundu að vinna þig alltaf frá …
Byrja á vitlausum enda: Mundu að vinna þig alltaf frá toppi til táar þegar kemur að þrifum. Það er enginn tilgangur í því að þurrka rykið úr hillum þegar þú ert búinn að skúra gólfið. Eins að byrja á því að ganga frá dóti áður en þú ferð að þrífa í kringum hlutina sem mun taka enn þá lengri tíma. mbl.is/Maskot / Getty Images

Þrif eru kannski ekki efst á vinsældarlistanum, en eru verkefni sem við komumst ekki hjá. Við reynum að fara fljótlegu leiðina úr þrifunum sem endar oft á því að taka lengri tíma þegar upp er staðið. Hér eru fimm atriði sem þú ert mögulega að gera vitlaust.

Frestunaráráttan: Hefur þú verið að drífa þig svo hratt út …
Frestunaráráttan: Hefur þú verið að drífa þig svo hratt út úr húsi og misst eitthvað á gólfið í leiðinni? Það gæti tekið um 15-20 sekúndur fyrir þig að grípa tusku og þurrka óhreinindin upp í stað þess að eyða 20-30 mínútum í að skrapa harðnaða sultu eða álíka upp úr gólfinu þegar þú kemur aftur heim. mbl.is/Stuart Minzey / Photographer's Choice / Getty Images
Notaðu réttu efnin í verkið: Við nennum ekki að standa …
Notaðu réttu efnin í verkið: Við nennum ekki að standa í því að hamast á erfiðum blettum sem haggast ekki því hreinsiefnin eru ekki nógu góð. Sjáum til þess að vera með réttu efnin við hvert og eitt vekefni sem bíður okkar í þrifunum. mbl.is/Larry Dale Gordon / The Image Bank / Getty Images
Skítugar græjur: Mestu mistök í þrifum er að þrífa með …
Skítugar græjur: Mestu mistök í þrifum er að þrífa með skítugum græjum. Munið að setja skúringamoppuna og tuskur í þvott á suðu, því það er frekar ógirnilegt að þrífa með skítugum áhöldum aftur og aftur. mbl.is/Alexandra Nault duPorge / FOAP / Getty Images
Ekki gleyma börnunum: Við gleymum oft börnunum þegar að húsverkunum …
Ekki gleyma börnunum: Við gleymum oft börnunum þegar að húsverkunum kemur. Þau sem eru svo viljug að hjálpa til og vera með í öllu því sem við erum að gera. Gefum þeim verkefni og leyfum þeim að spreyta sig í þrifunum. mbl.is/Viosin / Phanie / Canopy / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert