Svalasta kaffivél heims komin til Íslands

Hvað er betra en að teygja sig í nýuppáhellt kaffi?
Hvað er betra en að teygja sig í nýuppáhellt kaffi? mbl.is/Barisieur

Nú geta kaffisælkerar tekið tryllinginn af kæti því á leið okkar niður Laugarveginn blasti við í búðarglugga hin eina sanna Barisieur kaffivél sem við getum hreint ekki hætt að dást að.

Kaffivélin virkar þannig að kvöldinu áður en þú ferð að sofa stillir þú vekjaraklukkuna. Þú setur vatn í glas ílátið og malað kaffi í sigtið og um morguninn sér vélin um að vekja þig með rjúkandi heitum bolla. Þetta er því tilvalin gjöf handa kaffi áhuga fólki eða fyrir þá sem eiga erfitt með að rífa sig fram úr rúminu.

Nomad. store er fyrsta verslun á Íslandi til að selja gripinn, en Ingimar segir mikla eftirspurn eftir vélinni og á von á stærri sendingu í næstu viku. Barisieur kaffi-verkjaraklukkan fæst bæði í svörtu og hvítum lit, og kostar 59.900 krónur.

Nomad. stendur á horni Laugavegar og Frakkastígs og sérhæfir sig í skandínavískri gjafavöru. Verslunin er í eigu ljósmyndarans Ingimars Þórhallssonar, sem snéri aftur til Íslands að loknu lista-ljósmyndunar námi hjá University of the Arts í London. Ingimar segist hafa viljað opnað verslun sem byði upp á alls kyns lífstíls- og gjafavörur. Í búðinni má meðal annars finna kokkabækur, krydd, te, súkkulaði og svífandi blómavasa og ljósaperur.

mbl.is/Barisieur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert