Gordon Ramsay sagði Piers Morgan að f---a sér!

Gordon Ramsay er alltaf hress.
Gordon Ramsay er alltaf hress.

Þetta er mögulega nettasta útfærsla af blótsyrði sem sést hefur á öldum ljósvakans en málið er grafalvarlegt og jafn fyndið um leið. Upp er blossað hatrammt stríð á milli Gordon Ramsay og Piers Morgan en sá síðarnefndi hefur tekið það upp á sitt einsdæmi (eða svo til) að gerast matargagnrýnandi og Ramsay hefur sínar skoðanir á því.

Málið kom fyrst upp í janúar þegar Ramsay, sem er ötull andstæðingur vegan fæðis, játaði sig sigraðan og tók þátt í veganúar.

Hann birti tilkynninguna ásamt mynd á samfélagsmiðlum og stökk þá Morgan á fætur og úthrópaði myndina af matnum og sagði matinn ógeðslegan.

Ramsay var svo mættur í spjallþátt James Corden þar sem hann var spurður út í atvikið. Svaraði Ramsay því að Morgan mætti f---a sér og skellihló.

mbl.is