Geggjað Instagram fyrir þá sem elska mat

Halló girnilega ostahlaðborð!
Halló girnilega ostahlaðborð! mbl.is/Courtney Whitmore

Það er akkúrat þessi heimasíða sem þú þarft að fylgja ef þú elskar að framkvæma hugmyndarík veisluborð. PIZZAZZERIE.com var stofnuð af Courtney Whitmore árið 2010 þar sem  hún deilir uppskriftum og hugmyndum með fylgjendum sínum, einnig á Instagram.

Courtney hefur gefið út þrjár matreiðslubækur og töfrar fram dýrindisrétti á Pizzazzerie, en þess á milli stíliserar hún einnig fyrir fyrirtæki á borð við Target, Bath & Body Works, Lindt-súkkulaði og Bacardi svo eitthvað sé nefnt.

Á heimili Courtney býr einnig risastór hundur og lítil heimasæta sem sitja oftar en ekki fyrir á litríkum myndum sem skoða má nánar hér.

Courtney tekur dásamlegar myndir.
Courtney tekur dásamlegar myndir. mbl.is/Courtney Whitmore
Hún nær svo sannarlega að fanga augnablikið.
Hún nær svo sannarlega að fanga augnablikið. mbl.is/Courtney Whitmore
Veisluborðin eru hvert öðru fallegra.
Veisluborðin eru hvert öðru fallegra. mbl.is/Courtney Whitmore
mbl.is