Svona skreytir þú páskaborðið í ár

Hvernig verður páskaborðið hjá þér í ár?
Hvernig verður páskaborðið hjá þér í ár? mbl.is/Søren Staun Petersen, Høgh & Møller, Katrine Rohrberg, Pernille Enoch

Ef þú átt von á stórfjölskyldunni í mat um páskana þá er skemmtilegt að skreyta borðið og slá í gegn. Margir eiga það til að detta í gulan dúk, fjaðrir og máluð egg, sem er fínt út af fyrir sig – en þeir sem vilja taka skrefið lengra geta fengið innblástur í þessum hugmyndum hér fyrir neðan.

Pastellitir eiga svo sannarlega heima á páskaborðinu. Passið bara að …
Pastellitir eiga svo sannarlega heima á páskaborðinu. Passið bara að fara ekki út fyrir strikið og haldið ykkur við 2-3 liti. Nú er bara að draga fram alla pastellituðu skálarnar og vasana sem til eru á heimilinu og skreyta með greinum og plöntum í ljósum litum. mbl.is/Søren Staun Petersen, Høgh & Møller, Katrine Rohrberg, Pernille Enoch
Ef þú vilt bjóða náttúrunni heim í hús þá skaltu …
Ef þú vilt bjóða náttúrunni heim í hús þá skaltu halda þig við ljósa tóna í vali á dúk og leirtaui. Leyfðu frekar hnífapörunum eða öðru skrauti að stela athyglinni. Finndu fram greinar og legðu þær sem hreiður í stóra skál eða vasa – og jafnvel fjaðrir og egg í sama litaþema. mbl.is/Søren Staun Petersen, Høgh & Møller, Katrine Rohrberg, Pernille Enoch
Hér ber að líta á einfalda uppsetningu. Bleikir tónar með …
Hér ber að líta á einfalda uppsetningu. Bleikir tónar með gylltu, og blómlegir diskar. Blandið saman mismunandi vösum og skreytið með greinum. mbl.is/Søren Staun Petersen, Høgh & Møller, Katrine Rohrberg, Pernille Enoch
Það þurfa ekki öll páskaborð að vera skreytt með fjöðrum …
Það þurfa ekki öll páskaborð að vera skreytt með fjöðrum og eggjum. Það er líka fallegt að skreyta með blómum, t.d. litlum túlípönum, páskaliljum eða öðrum álíka. Búið til litla vendi og leggið á diskana. Ágætis ráð er að hafa tilbúna vasa við hvern og einn disk sem hægt er að setja blómin í þegar byrja á að borða. mbl.is/Søren Staun Petersen, Høgh & Møller, Katrine Rohrberg, Pernille Enoch
Páskaborðið má alveg vera rustík og einfalt. Flest okkar eigum …
Páskaborðið má alveg vera rustík og einfalt. Flest okkar eigum hvíta eða ljósa diska sem geta verið andstæðan við dúkavalið. Settu bakka fyrir mitt borðið og stilltu upp vösum, ilmstöngum eða kertastjökum í áferðum sem algjör andstæða við annað á borðinu. mbl.is/Søren Staun Petersen, Høgh & Møller, Katrine Rohrberg, Pernille Enoch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert