Sex atriði sem þú vissir ekki um aspas

Það eru margar skrítnar staðreyndir að finna um aspas.
Það eru margar skrítnar staðreyndir að finna um aspas. mbl.is/Pexels

Þetta mjóa fína grænmeti sem finnst í tveimur litum, grænu og hvítu, er fullt af trefjum, vítamínum, kalki og fólinsýru. Þar fyrir utan eru nokkrar skemmtilegar og skrítnar staðreyndir um stönglana að finna. 

Þvagið getur lyktað undarlega
Það fer eftir genunum hvort þvagið þitt muni lykta eftir að hafa gætt þér á aspas, en um helmingur þeirra sem gæða sér á aspas finna fyrir skrítinni lykt. 

Þekkt til margra ára
Aspas er ein elsta ræktaða eldhúsjurtin og hefur verið borðuð í þúsundir ára, en vitað er af aspas í Egyptalandi fyrir 20 þúsund árum síðan. Og þeir koma fyrir í þekktri matreiðslubók „De Re Coquinaria“ frá þriðju öld.

Höfuðborg aspasins
Það er talað um þýska bæinn Schwetzingen sem höfuðborg græna stöngulsins. Ár hvert er haldin aspashátið þar sem meðal annars ný aspas-drotning er krýnd.

Kína
Það er í Kína sem flestur aspas er ræktaður og enginn annar staður sem slær því við.

Frá plöntufjölskyldu
Aspas er úr plöntufjölskyldu sem útskýrir kannski útlitið. Plantan líkist einna helst kolkrabba með 6-8 sterkar rætur út til hliðanna. Uppskerutíminn er frá miðjum apríl fram í miðjan maí.

Sólkysstur aspas
Grænn aspas er í raun hvítur aspas sem hefur litast af sólinni. Grænn aspas hefur vaxið ofanjarðar og því fengið á sig þennan lit af sólargeislunum. Hvítur aspas vex neðanjarðar og þess vegna þarf að skræla hann frá toppi til táar áður en hann er matreiddur.

mbl.is/Pexels
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka