Tíu dropar verða Tíu sopar

mbl.is/Instagram

Þau gleðitíðindi berast af Laugaveginum að í húsnæðinu sem áður hýsti hið goðsagnakennda kaffihús Tíu dropar muni senn opna vínbar sem hlotið hefur hið skemmtilega nafn Tíu sopar.

Það eru þeir Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason sem standa að baki barnum en Bragi er skráður forráðamaður félagsins sem stendur að baki rekstursins samkvæmt vef Ríkisskattstjóra. Ekki er ljóst hvenær opnar en unnið er hörðum höndum að látlausri yfirhalningu á húsnæðinu. 

Vísir greinir frá

mbl.is/Instagram
mbl.is