Fannst fáránlegt að kaupa avókadó

mbl.is/MattSayles

Þessi saga er með þeim betri. Fjölmiðladrottningin Oprah Winfrey var í viðtali hjá Trevor Noah á dögunum og var þar spurð hvaða þættir lífs hennar hefðu haldist „eðlilegir“ þrátt fyrir frægðina og auðinn.

Oprah svaraði því til að hún elskaði avókadó heitar en allt, reyndar svo mikið að hún hefði keypt sér avókadó-akur enda hefði henni fundist fáránlegt að þurfa að kaupa avókadó þar sem verðið væri svo hátt.

Noah fannt þetta bráðfyndið og benti henni á að það væri nákvæmlega ekkert „eðlilegt" við að fjárfesta í avókadó-akri af því hún tímdi ekki að kaupa það úti í búð.

Oprah var algjörlega ósammála enda afskaplega ánægð með akurinn sinn.

Þetta voru bráðfyndnar umræður sem kjörnuðust þó í grunninn um hátt verð á avókadó sem er vissulega vandamál sem við hin könnumst við.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert