Sannleikurinn um sódavatn

Er sódavatn óhollt?
Er sódavatn óhollt? mbl.is/dr.dk

Hér á landi finnast ótal bragðtegundir af sódavatni en þar fyrir utan eigum vð besta vatn í heimi úr krananum. Margir fá sér sódavatn í stað gosdrykkja því það er hollari og betri kostur á öllum þeim megrunarkúrum sem við göngum í gegnum mánaðarlega. En sumir vilja meina að sódavatn sé alveg jafn óhollt og hver annar godrykkur – svo hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli?

Sódavatn er óhollt
RANGT: Ekkert er hollara en vatnið úr krananum en næsti kostur er sódavatn sem er í raun 99,9% vatn og inniheldur engar hitaeiningar. Þar fyrir utan er sódavatn mun betra fyrir líkamann en djús og aðrir sams konar drykkir.

Þú verður útbelgdur af sódavatni
SATT: Þegar þú drekkur eitthvað með kolsýru þenst maginn út og verður stærri en venja er.

Sódavatn étur upp tennurnar
RANGT: Sumir vilja meina að gosið í drykknum éti upp glerunginn á tönnunum sem er ekki rétt. Ef þú blandar aftur á móti sykri og sýru við kolsýru ertu farinn að skaða tennurnar. Sérstaklega ávaxtasýran sem má finna í gosdrykkjum og ýmsum djúsum og því mun betra að drekka sódavatn en slíka drykki.

Sódavatn mettar
SATT: Kolsýrumagnið í sódavatni hefur mettandi áhrif og því oft talað um að drekka sódavatn áður en þú borðar ef þú ert að hugsa um línurnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef þú drekkur um hálfan lítra af vatni áður en þú borðar muntu borða um 90 hitaeiningum minna af matnum.

Sódavatn er vont fyrir beinin
RANGT: Það hefur verið sagt að kolsýran í sódavatni geti dregið úr kalkinntöku í líkamanum og því skaðað beinin - en það er stór misskilningur.

Sódavatn er ekki gott fyrir börn
RANGT: Rétt eins og sódavatn er ekki óhollt fyrir fullorðna er það heldur ekki óhollt fyrir börn. Það er mun betra fyrir barnið þitt að drekka sódavatn en djús eða gosdrykki.

Sagt er að sódavatn fari illa með tennurnar en það …
Sagt er að sódavatn fari illa með tennurnar en það er algjör þjóðsaga. mbl.is/Pxhere
mbl.is