Má bjóða þér rúnstykki á vegginn?

Joanna Jensen teiknar stórsniðugar matarmyndir.
Joanna Jensen teiknar stórsniðugar matarmyndir. mbl.is/Joannajensen.com

Hún heitir Joanna Jensen og er ansi fær málari og listamaður frá Danmörku. Við rákumst á síðuna hennar á Instagram þar sem nýjustu verkin hennar eru matarmyndir, en hún hefur málað ýmsar myndir sem skreyta alls kyns vörur og umbúðir.

Hér ber að líta á rúnstykki, vínarbrauð, kanilsnúða og kökur. Alls eru þetta 15 myndir af girnilegum bakarísvörum sem hægt er að kaupa einar og sér eða allar saman á einu plakati. Væri ekki skemmtilegt að setja mynd af einni hindberjasnittu í ramma og hengja upp inni í eldhúsi – pæling?

mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is/Joannajensen.com
mbl.is