Nýjasta KitchenAid línan er komin í verslanir

mbl.is/KitchenAid

Við sögðum ykkur frá því fyrr á árinu að von væri á undurfagurri nýrri línu frá KitchenAid í tilefni 100 ára afmælis vélanna góðu sem við elskum svo heitt.

Fyrstu vörurnar eru nú komnar í verslanir hérlendis en línan kemur í mjög takmörkuðu upplagi. Hægt er að fá hana í flestum verslunum landsins sem selja KitchenAid vörur.

Línan hefur fengið góðar viðtökur erlendis og er auðvitað einstök að því leiti að þetta er í fyrsta sinn sem heil vörulína er gefin út í sérútgáfu frá KitchenAid. Svo nú ert hæg að hafa fleiri tæki í sama lit með sömu smáatriðum í eldhúsinu.

Hrærivélin hefur verið sérstaklega áberandi í fjölmiðlum erlendis og á hana passa allir aukahlutir sem fáanlegir eru í landinu enda ekki hugsuð til skrauts heldur sannkallaður vinnuþjarkur, öflug og vönduð lífstíðareign, sem og safngripur. Enda einstakur áfangi fyrir vörumerki að ná 100 ára afmæli.

Hönnun tækjanna er einstaklega glæsileg og falleg smáatriði hjartaskreyttu bandinu sem einkennir þau öll. Saxarinn og blandarinn eru væntanlegir þegar líður á sumarið.

mbl.is/KitchenAid
mbl.is/KitchenAid
mbl.is