Guðdómleg gourmet-ídýfa Gígju

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
Það er fátt vinsælla á veisluborðið en góð ídýfa sem er löðrandi í osti og öðru geggjuðu gúmmelaði. Margir hreinlega tryllast þegar slíkar veitingar eru bornar fram og þess vegna finnst okkur sjúklega fyndið þegar uppskriftarhöfundur - sem í þessu tilfelli er hin eina sanna Gígja S. Guðjónsdóttir miðar uppskriftina við hóflegar manneskjur. Það þýðir á mannamáli að ég myndi hesthúsa þessu ein og fara létt með það enda langt frá því að vera hófleg manneskja.
En þetta er semsagt hin fullkomna ídýfa fyrir kvöldið! Takk fyrir það Gígja.
Mexíkó delux ídýfa
Dugir fyrir amk 8-10 hóflegar manneskjur
 
  • 400 gr rjómaostur frá Gott í matinn
  • 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 2 hvítlauks rif
  • 2 matskeiðar red hot sósa
  • 1 lime (safinn) fleiri til skrauts / val
  • 200 gr pizzaostur frá gott í matinn
  • 400 gr mais
  • 150 gr fetakubbur frá gott í matinn
  • Jalapeno eftir smekk / ég notaði ca hálfa krukku
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1/2 bolli ferskur kóríander
  • Nachos flögur eftir smekk
Ofninn er hitaður í 200 gráður blástur
 
Aðferð:
  1. Í blandara eða matvinnsluvél, hrærið saman rjómaost, sýrðan rjóma, 100gr pizzaost og lime safa þar til blandan verður silki mjúk
  2. Smátt skorin rauðlaukur, kóríander, hvítlaukur, red hot sósa, jalapeno og smátt skornum fetakubbnum er blandað saman við ostablönduna og sett í eldfast form.
  3. Restinni af pizzaostinum er dreyft yfir og ídýfan sett í ofninn í um 15-20 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast.
 
Ég skeytti svo ídýfuna með fetaost, kóríander, hot sósu, og lime

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert