IKEA með nýjar litasamsetningar

Ný litskrúðug vörulína frá IKEA sem kallast FÖRNYAD.
Ný litskrúðug vörulína frá IKEA sem kallast FÖRNYAD. mbl.is/IKEA

Það hlýtur að vera mikið líf og góð stemning í höfuðstöðvum IKEA þar sem margir skapandi einstaklingar hittast undir sama þaki. IKEA er að fara koma með ansi litríkar vörur á markað – bæði nýjungar og líka vörur sem við þekkjum vel en eru að koma fram í nýjum búning.

Vörulínan kallast FÖRNYAD og einkennist mikið af björtum litum, og það ekki að ástæðulausu. Vörulínan á að kalla til yngri kynslóðarinnar og hvernig þau geti lífgað upp á hversdagsleikann bæði heima fyrir og á skólabekknum. Allt til að hvetja unga fólkið til að hafa gaman og ekki gleyma að nota hugmyndaflugið og sköpunarkraftinn sem býr í okkur flestum.

Nýjar vörur ásamt öðrum klassískum má finna í vörulínunni, til dæmis hinn þekkti blái innkaupapoki sem nú prýðir litríkt og blómlegt munstur, KLIPPAN sófinn og LACK borðið. Eins eru stólar, lampi, motta, bollar og diskar svo eitthvað sé nefnt. 

Innkaupapokinn frægi kominn í nýjan búning.
Innkaupapokinn frægi kominn í nýjan búning. mbl.is/IKEA
mbl.is/IKEA
mbl.is/IKEA
mbl.is