Kjúklingavængir sem kveikja í þér

Grillaðir kjúklingavængir eru auðveldir í framkvæmd og hinn fullkomni grillmatur.
Grillaðir kjúklingavængir eru auðveldir í framkvæmd og hinn fullkomni grillmatur. mbl.is/Parker Feierbach

Það jafnast ekkert á við grillmat, og á sætum sumardögum er ekki verra að geta gripið í einfalda uppskrift sem allir í fjölskyldunni munu elska. Hér bjóðum við upp á grillaða kjúklingavængi sem eru hreint út sagt frábærir og bornir fram með kaldri sósu.

Girnilegir og grillaðir kjúklingavængir

 • Rifinn börkur af 1 sítrónu
 • 2 tsk. sjávarsalt
 • 1 tsk. papríkuduft
 • 1 tsk. hvítlaukssalt
 • 1 tsk. laukduft
 • 1 tsk. þurrkað timían
 • ¼ tsk. cayenne pipar
 • 1 kg kjúklingavængir
 • Ólífuolía

Sósa:

 • ½ bolli majónes
 • Safi úr 1 sítrónu
 • 1 msk. dijon sinnep
 • 2 tsk. piparrót
 • 2 tsk. graslaukur, smátt saxaður
 • 1 tsk.hot sósa

Aðferð:

 1. Blandið saman í skál, rifnum sítrónuberki, salti, papríkukryddi, hvítlaukssalti, laukdufti, timían og cayenne pipar. Þurrkið af kjúklingavængjunum og veltið upp úr kryddblöndunni.
 2. Hitið grillið eða grillpönnu á meðal hita. Penslið grillið með ólífuolíu og leggið vængina á grillið. Steikið í 15-20 mínútur.
 3. Sósa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál og berið fram með nýgrilluðum vængjum.
mbl.is