Matvörubúðir sem eru opnar í dag

Kjötborðið í Melabúðinni
Kjötborðið í Melabúðinni Ómar Óskarsson

Mikið öngþveiti hefur skapast við matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu en flestar þeirra eru lokaðar.

Út á Granda er allt lokað - bæði Bónus, Nettó og Krónan og voru ferðamenn og aðrir í miklu reiðileysi eins og gefur að skilja. Opið var í Krónunni í Skeifunni en þar var mikið öngþveiti og að sögn starfsmanna var búðin búin að vera troðfull af fólki frá opnun. Farið var að grynnka á grillkjöti og því ljóst að ekki dugar að bíða með að fara út í búð.

En þessar matvöruverslanir eru opnar í dag:

Krónan: Eftritaldar veslanir eru opnar

  • Nóatúni
  • Skeifunni
  • Árbær
  • Jafnarsel
  • Hamraborg
  • Hvaleyrarbraut
  • Nóatún

Bónus: Allar verslanir lokaðar

Nettó: Allar verslanir lokaðar

Hagkaup: Allar verslanir lokaðar

Super 1: Allar verslanir lokaðar

Krambúðin: Flestar verslanir opnar

Krónan í Skeifunni er opin.
Krónan í Skeifunni er opin. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is