Svona getur brúnsápa gert lífið léttara

Hefurðu prófað að nota brúnsápuna við þrif?
Hefurðu prófað að nota brúnsápuna við þrif? mbl.is/Getty Images

Brúnsápa er eitt þessara efna sem við höfum öll heyrt talað um en notum allt of sjaldan. Það er full ástæða til að minnka notkun á hreingerningarvörum og draga brúnsápuna fram – því hún er hið mesta undur í þrifum á heimilinu.

Bökunarplötur
Eru plöturnar þínar skítugar? Smyrðu þær með brúnsápu og pakkaðu svo inn í plastfilmu eða poka og láttu standa yfir nótt. Þrífðu þær svo daginn eftir eins og vaninn er.

Málning
Ef þú ert með fasta málningu á t.d. gólflistunum þínum má notast við sama trix og hér fyrir ofan með bökunarplötuna. Smyrðu brúnsápu á og leggðu filmu yfir til næsta dags. Daginn eftir verður leikur einn að skrapa málningunni af.

Brenndir pottar
Er botninn á pottinum með brunamerki? Smyrðu botninn með sápunni og fylltu svo með vatni. Það getur tekið smá tíma fyrir skítinn að losna en þá er að draga fram þolinmæðina því hann mun láta sig hverfa.

Blettir

Brúnsápa kemur að góðum notum þegar blettir hafa sest í föt eða jafnvel í svuntuna á barnavagninum. Smyrðu sápunni á og settu í poka yfir nótt. Þvoðu svo samkvæmt leiðbeiningum.

Flísar
Þú mátt setja brúnsápu á flísarnar og nota þá kröftugan bursta til að bursta erfiða bletti bak og burt.

Choreograph
mbl.is