Svona nærðu myglu úr fellihýsinu

mbl.is/

Nú þegar landsmenn eru flestir á leið í útilegu með tjaldvagninn eða fellihýsið eru ansi margir sem hafa uppgötvað myglu í áklæðum sér til mikillar skelfingar.

En hvað er hægt að gera? Í snilldargrúppunni Þrifatips á Facebook leynast ansi margir snillingar sem luma á góðum ráðum og þar var ein ónefnd kona sem sagðist hafa lent í töluverðri myglu. Hún hafi því fengið efni sem heitir Mildex og fæst hjá Kemi. Hún hafi úðað á mygluna og hún horfið eins og dögg fyrir sólu.

Ekki hafi þurft að nudda eða hamast og því árangurinn upp á tíu!

Það eru fleiri þúsund fellihýsi og tjaldvagnar í notkun hér …
Það eru fleiri þúsund fellihýsi og tjaldvagnar í notkun hér á landi. Ernir Eyjólfsson
mbl.is