Kjúklingur á ítalska vísu

Algjörlega geggjaður kjúklingaréttur.
Algjörlega geggjaður kjúklingaréttur. mbl.is/Winnie Methmann

Þið sem leiðið hugann til hið rómaða umhverfis á Ítalíu, ættuð að staldra aðeins við. Ítalskur matur er með þeim betri og þessi réttur flytur bragðlaukana alla leið til Toscana - og við erum alls ekki að kvarta. Hér er uppskrift að safaríkum kjúkling með rjómalagaðri sósu og pasta.

Kjúklingur á ítalska vísu

 • 4 kjúklingabringur frá Ali
 • 3 msk ólífuolía
 • 1 tsk. oregano
 • 1 tsk. basilikum
 • 1 tsk. rósmarín
 • 1 tsk. timían
 • Salt og pipar
 • 3 stór hvítlauksrif
 • 2 dl hvítvín
 • 2½ dl rjómi
 • 20 g sólþurrkaðir tómatar
 • 500 g spaghetti
 • Handfylli fersk íslensk basilika

Aðferð:

 1. Hitið olíu á stórri pönnu. Setjið oregano, basiliku, rósmarín, timían, salt og pipar á pönnuna og veltið upp úr olíunni áður en þú leggur kjúklinginn á pönnuna.
 2. Brúnið bringurnar í sirka 4 mínútur á hvorri hlið. Pressið hvítlauk og setjið út á pönnuna. Hellið hvítvíni og rjóma út á þegar bringurnar eru orðnar fallega gylltar á lit.
 3. Saxið sólþurrkuðu tómatana gróflega og blandið þeim út í sósuna. Látið malla í 15 mínútur þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
 4. Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum og berið fram með kjúklingnum og ferskri basilikum.
mbl.is