Grillað asískt grænmetis- og núðlusalat

Ef það er einhvern tímann tilefni til að grilla geggjað grænmeti og búa sér til salat sem fær fullorðið fólk til að gráta þá er það núna. 

Grillað asískt grænmetis- og núðlusalat

Grænmetis- og núðlusalat

 • 230 gr. af þykkum japönskum núðlum (Udon)
 • ½ bolli hrísgrjónaedik
 • 2 msk. ljós púðursykur
 • 2 msk. fiskisósa
 • ½ tsk. salt
 • 2 msk. fersk steinselja, söxuð
 • ½ bolli muldar eða grófsaxaðar jarðhnetur


Grillað grænmeti

 • 1 gult grasker (skorið á lengdina í strimla frá miðjunni en skiljið kjarnann eftir)
 • 1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í fjórðunga
 • 1 gulur kúrbítur, skorinn í langar sneiðar, kjarninn látinn halda sér
 • 1 gul paprika, fræhreinsuð og skorin í fjórðunga
 • 1 appelsínugul, sæt paprika, fræhreinsuð og skorin í fjórðunga
 • extra jómfrúarólífuolía
 • ferskmalað salt og pipar

Aðferð:

 1. Sjóddu núðlurnar í sjóðandi vatni samkvæmt leiðbeiningum,
 2. yfirleitt um 10 mínútur. 
 3. Helltu vatninu af og skolaðu núðlurnar í sigti, settu til hliðar. 
 4. Þvoðu og skerðu grænmetið eins og fram kemur hér að ofan. 
 5. Grillaðu grænmetið stutt á heitu grilli, um tvær mínútur á hvorri hlið svo paprikurnar verði svartar að utan og graskerið gullið. 
 6. Grænmetið á að vera meyrt en þó þétt í sér. Taktu grænmetið af grillinu og skafðu svarta húðin af paprikunum. 
 7. Skerðu grænmetið í grófa bita og settu í skál með núðlunum. Þeyttu saman salatsósuna og helltu yfir núðlurnar og grænmetið, blandaðu vel saman. 
 8. Skreyttu með hnetunum. 
 9. Bættu við meiri steinselju ef þú vilt. Þetta salat hentar jafnt sem aðalréttur eða meðlæti. 
mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert