Matarbíll sem gefur heimilislausu fólki að borða

Jaden Smith fyrir framan matarbílinn góða.
Jaden Smith fyrir framan matarbílinn góða. mbl.is/Instagram

Will Smith og fjölskylda eru þekkt fyrir að láta sig varða velferð náungans og nú hefur sonur þeirra Jaden Smith hafið starfsemi á matarbíl sem gefur heimilislausu fólki að borða. 

Bíllinn heitir I Love You og er einungis fyrsti af mörgum ef marka má fregnir. Í Los Angeles eru um 50 þúsund heimilislausir einstaklingar og var bílnum vel tekið eins og búast mátti við. Maturinn er einstaklega hollur, bragðgóður og vegan og segir Jaden að markmiðið sé að bjóða fólki upp á mat sem það á skilið. 

mbl.is