Svona kemstu í bikiníform á 14 dögum

Er sólarlandarferð fram undan og þú ætlaðir að vera komin …
Er sólarlandarferð fram undan og þú ætlaðir að vera komin í bikiníform fyrir mörgum mánuðum? mbl.is/Getty Images

Er stefnan sett á ströndina og þú ert ekki komin í formið sem þú ætlaðir þér? Ef þú ert tilbúin að fara „all-in“ þá skaltu lesa áfram.

14 dagar til stefnu
Fyrst af öllu, þá er besta ráðið að hreyfa sig. Og ef þú ert komin með farseðilinn í aðra höndina og fríið bíður þín handan við hornið skaltu sleppa öllu sem heitir áfengi og sælgæti. Þú skalt einnig skera niður í brauði, hrísgrjónum og pasta. En að sama skapi þarftu á kolvetnum að halda og því ráðlagt að borða ríkulega af grænmeti, fiski, kjöti og jafnvel skyri.

Slökktu á þorstanum með vatni og forðastu allt sem heitir djús og gosdrykkir. Og leggðu kaffi latte til hliðar um tíma. Einnig er mikilvægt að hugsa vel um svefninn og fá í það minnsta 7-8 tíma svefn á nóttu.

Það er auðvelt að svindla á sjálfum sér, svo prófaðu að halda dagbók um mataræðið og hreyfingu, og taktu eftir því hvernig þú munt horfa öðrum augum á það sem þú ert að gera.

10 dagar til stefnu
Reyndu að fá eins mikla hreyfingu og þú getur inn í daginn. Farðu allt fótgangandi eða á hjóli, taktu tröppurnar í staðinn fyrir lyftuna og skelltu þér í göngutúr með vinkonunum í staðinn fyrir að setjast inn á kaffihús. Á þessari stundu þýðir ekkert að slaka á í ræktinni, farðu út úr þægindarammanum og prófaðu eitthvað nýtt og taktu á því sem aldrei fyrr.

Borðaðu þrjár máltíðir yfir daginn og tvær millimáltíðir en það gæti verið 2 gulrætur, paprikustrimlar eða lítil skyr.

1 vika til stefnu
Þú ert hálfnuð! Farðu á vigtina og tékkaðu hvort þú hafir misst einhver kíló og vertu með það hugfast að meirihlutinn gæti verið vökvi. Ekki verða fyrir vonbrigðum þó að þú standir í stað vikuna á eftir því þú getur enn misst nokkra sentimetra af mittismálinu. Sérstaklega haldir þú áfram að vinna í sjálfri þér eftir þessa 14 daga.

Þú getur ekki ákveðið hvar þú vilt leggja fókus á að missa kíló. En þú getur að sjálfsögðu sett fókus meira á t.d. magann með því að gera auka maga- og rassæfingar ásamt armbeyjum í 15-20 mínútur á hverjum morgni eða á kvöldin.

Mataræðið þarf ekki að vera leiðinlegt þó að það sé hollt. Prófaðu að grilla t.d. kúrbít með ýmsum kryddjurtum eða rista blómkál í ofni.

5 dagar til stefnu
Ef þú hefur verið að mæta á æfingar annan hvern dag til þessa er tími til að setja allt í annan gír. Nú er tíminn til að mæta alla daga fram að fríi. Sjáðu bara til þess að æfingarnar séu að taka á öllum stöðum líkamans, þá sérstaklega fitubrennsluæfingar og styrktaræfingar. Nú er það svitinn sem skiptir máli.

Farðu yfir matardagbókina þína og skoðaðu skammtana þína. Ertu að borða þar til þú verður södd eða þar til þú finnur ekki lengur fyrir hungri? Það tekur um 20 mínútur fyrir kroppinn að melta hvort þú sért orðin södd eða ekki. Munið líka að of mikið salt í mat mun binda vatn í kroppnum.

1 dagur til stefnu
Það er síðasti séns! Ef þú hefur verið að borða hæfilega skammta til þessa ertu í góðum málum. Haltu áfram að borða grænmeti, kjöt og skyr þennan síðasta dag. Taktu eina góða æfingu og þú munt þakka þér fyrir það.

Á ströndinni
Reyndu að halda þig frá snakki, ís og rósavíni – það inniheldur mikið af hitaeiningum og bindur vökva í líkamanum. Borðaðu næringarríkan morgunmat og taktu með þér salat og vatnsflösku á ströndina. Haltu þig samt frá iceberg, gúrku og tómötum  þar sem það mettir magann ekki það mikið. Vertu virk á ströndinni og svamlaðu í sjónum, skelltu þér jafnvel í strand-tennis eða blak.  

Skelltu þér í blak á ströndinni og njóttu þín.
Skelltu þér í blak á ströndinni og njóttu þín. mbl.is/residencedomaso.com
mbl.is