Franskasta veitingahús landsins

mbl.is/

Le Bistro er á Laugaveginum og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda sérlega sjarmerandi og fallegt veitingahús. Að sögn Arnórs Bohic, annars eigenda Le Bistro, er stemningin afar frönsk eins og við er að búast og hann er mjög spenntur fyrir nýja matseðlinum enda aukast möguleikarnir til muna. „Við erum eini staðurinn sem býður upp á fondue og raclette enda er það afskaplega vinsælt hjá okkur og við eigum marga fastakúnna sem koma reglulega til að fá sér. Með nýja matseðlinum bætum við nýjum möguleikum við sem ég held að viðskiptavinir okkar muni kunna að meta. Við höfum líka lagt áherslu á vínbarinn okkar og bjóðum þar upp á góð tilboð, en það er opið hjá okkur til klukkan eitt á nóttunni þannig að fólk getur setið og notið.“

Þetta er eins og áður segir sjöunda starfsár Le Bistro, sem er orðið þekkt kennileiti á Laugaveginum með sitt franska útlit, og óhætt er að segja að það sé ákveðin upplifun að fara þangað í mat enda mikil stemning á staðnum og frábær matur.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
mbl.is/
Kristinn Magnússonmbl.is/
mbl.is/
Arnór Bohic, annar eiganda Le Bistro.
Arnór Bohic, annar eiganda Le Bistro. Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert