Albert mætti í kaffi til Íslandsmeistarans í pönnukökubakstri

Systkinin Albert, Sólveig, Vilborg og Íslandsmeistarinn Sigrún.
Systkinin Albert, Sólveig, Vilborg og Íslandsmeistarinn Sigrún. mbl.is/Albert Eiríksson

Fyrir þá sem ekki vita þá er keppt í pönnukökubakstri hér á landi og það er ekkert grín að vinna þá keppni. Keppendur hafa 20 mínútur til að gera deigið og baka 20 pönnukökur. Tíu á að skila upprúlluðum með sykri og tíu brotnum horn í horn. Þá taka dómarar tillit til umgengi á vinnusvæði meðan bakað er, frágangi á svæðinu og á pönnukökunum á fati, vinnubrögðum, útliti pönnukakanna þannig þær séu svipaðar í útliti og ekki brenndar og síðast, en ekki síst, bragðgæðum.

Á landsmóti Ungmennafélaganna 50 ára og eldri sigraði Sigrún Steinsdóttir glæsilega í pönnukökubakstrinum og þess má jafnframt geta að hún er móðursystir Alberts. Hún bauð honum í kaffi ásamt fleirum en ekki er von til þess að hún láti okkur í té sigur uppskriftina enda er hún fjölskylduleyndarmál.

En kaffihlaðborðið var glæsilegt og ekki að sjá annað en að hinn 83 ára nýbakaði Íslandsmeistari væri í miklu stuði.

Pönnukökur að hætti Íslandsmeistarans.
Pönnukökur að hætti Íslandsmeistarans. mbl.is/Albert Eiríksson
Glæsilegt kaffihlaðborð.
Glæsilegt kaffihlaðborð. mbl.is/Albert Eiríksson
Guðbjörg, Hulda (systur Sigrúnar), Páll Bergþórsson og Bergþór Pálsson.
Guðbjörg, Hulda (systur Sigrúnar), Páll Bergþórsson og Bergþór Pálsson. mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert