Sjúklega sætt eldhús í svalasta sumarbústað síðari ára

Dásamlegt 15 fermetra smáhýsi sem hefur allt sem þig vantar ...
Dásamlegt 15 fermetra smáhýsi sem hefur allt sem þig vantar í góða slökun yfir helgi. mbl.is/© Anitta Behrendt

Við erum komin í heimsókn í dásamlegt sumarhús á hjólum sem spannar hvorki meira né minna en 15 fermetra og er með allt til alls. Hér er rými fyrir eldhús, salerni, svefnaðstöðu og eldhúsborð. Húsinu var komið fyrir á lóð og eina sem þurfti til var að tengja slöngu fyrir vatnið.

Húsið er staðsett í Danmörku, en eigendurnir eru sannkallaðir fjarsjóðsmenn – því þau hafa í gegnum árin verið dugleg á flóamörkuðunum þar í landi og safnað að sér ýmsum hlutum sem komu að góðum notum í þessu litla smáhýsi.

Hér er allt sem þú þarft á að halda til að ná fullkominni slökun. Rúm, gott kaffi og salerni. Ekkert sjónvarp eða önnur raftæki sem stela athyglinni frá umhverfinu í kringum húsið. Spennandi bók liggur við hlið rúmsins og mun halda þér við efnið yfir helgina. Hljómar vel ekki satt?

Þrátt fyrir fáa fermetrafjölda rúmar húsið eldhúskrók, gashellu, ísskáp og ...
Þrátt fyrir fáa fermetrafjölda rúmar húsið eldhúskrók, gashellu, ísskáp og gott kaffi. mbl.is/© Anitta Behrendt
mbl.is/© Anitta Behrendt
Það jafnast fátt við fallegt útsýni að vakna við.
Það jafnast fátt við fallegt útsýni að vakna við. mbl.is/© Anitta Behrendt
mbl.is/© Anitta Behrendt
mbl.is/© Anitta Behrendt
mbl.is/© Anitta Behrendt
Teppi og nesti er það eina sem þú þarft til ...
Teppi og nesti er það eina sem þú þarft til að njóta dagsins út í náttúrunni. mbl.is/© Anitta Behrendt
Útieldhús má útfæra á marga vegu og þurfa alls ekki ...
Útieldhús má útfæra á marga vegu og þurfa alls ekki að vera flókin. mbl.is/© Anitta Behrendt
Eldhúsáhöld hanga uppi á trjágrein ásamt kryddjurtum.
Eldhúsáhöld hanga uppi á trjágrein ásamt kryddjurtum. mbl.is/© Anitta Behrendt
Húsið í heild sinn - svona eru 15 fermetrarnir nýttir.
Húsið í heild sinn - svona eru 15 fermetrarnir nýttir. mbl.is/© Anitta Behrendt
mbl.is