Þetta verður þú að vita um handklæði

Hvernig meðhöndlar þú handklæðin?
Hvernig meðhöndlar þú handklæðin? mbl.is/davidjones.com

Handklæði þurrka sig ekki sjálf né hreinsa, það eitt er á hreinu. En hvað er það sem við mættum hafa í huga varðandi handklæði og notkun þeirra?

Handklæði á snaga
Það er í góðu lagi að hengja handklæði upp á snaga þó að handklæðastöng sé betri kostur. En að hengja tvö handklæði upp á sama krókinn er ekki góð hugmynd. Þá kemst ekki rakinn ekki úr handklæðunum og verða súr fyrir vikið. Það sama gildi um handklæði á stöng – ekki hengja þau hvert ofan á annað.

Hversu oft á að þvo handklæði?
Misjafnar skoðanir eru um hversu oft eigi að þvo handklæði og vilja margir henda þeim í þvott eftir eina notkun. En hreinlætisspekúlantar vilja meina að þú getir vel notað handklæði í viku áður en þú hendir því í þvottakörfuna.

Alltaf sama handklæðið
Það er pínu skondið hvað við festumst við eitt ákveðið handklæði og notum alltaf það sama – eigum okkar uppáhalds. Það er líka flott að dreifa „álaginu“ á önnur handklæði nema þú viljir slíta þessu eina út.

Of mikið þvottaefni
Við erum yfirleitt frekar óhefluð þegar kemur að því að skammta þvottaefni og setjum oftar en ekki of mikið. Of mikið af þvottaefni er ekki að gera þvottinn þinn hreinni – þvert á móti. Of mikið af þvottaefni í handklæðum getur leitt til að ekki skolist allt úr og þú munt þurrka þér með þvottaefnisleifum.

Rétt hitastig
Þvoðu handklæðin á 60° hita og á suðu inn á milli. Það er nauðsynlegt að ná að drepa allar bakteríur sem handklæðin geyma.

Hristu handklæðin
Stórgott ráð til að halda handklæðunum í standi er að hrista þau aðeins og strekkja á þeim áður en þú hengir þau upp til þerris.

mbl.is/iStock
mbl.is