Svona færðu nýtt eldhúsborð á einfaldan hátt

Copenhague er dæmi um dásamlegt borðstofuborð með línoleum borðplötu. Þetta …
Copenhague er dæmi um dásamlegt borðstofuborð með línoleum borðplötu. Þetta er hannað af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir danska húsgagnaframleiðandann HAY. mbl.is/HAY

Er eldhús- eða borðstofuborðið þitt orðið lúið og þreytt og kallar á ástríka hönd? Það er algjör óþarfi að stökkva út í búð og kaupa nýtt þegar þú getur uppfært það gamla á einfaldan máta.

Það finnast óteljandi falleg borð á markaðnum í dag og mörg þeirra með línoleumyfirborði í ýmsum litatónum. Línoleum er algjörlega tímalaust og er mikið notað á eldhúsborð og skrifborð, einfaldlega vegna þess hversu endingargott það er  en jafnframt mjúkt efni sem getur haldið sér í langan tíma.

Þú kaupir línoleum í metravís og getur límt það á gamalt borð sem þarf að flíkka upp á eða önnur húsgögn. Passið bara að línoleumið sé litað í gegn til að kantarnir séu í sama lit og platan sjálf.

Það sem til þarf:

  • Borðplata
  • lím (trélím eða línoleumlím)
  • rúlla fyrir límið
  • beittur hnífur
  • sandpappír
  • þungir hlutir til að pressa borðplötuna niður

Aðferð:

  1. Rúllið líminu á borðplötuna og á línoleumrenninginn  sjáið til þess að renningurinn sé örlítið stærri en borðplatan sjálf.
  2. Pressið renningnum á borðplötuna og byrjið fyrir miðju. Vinnið ykkur út í kantana svo að loftbólur og aukalím nái að pressast burt.
  3. Veltið borðinu á hvolf þannig að nýja borðplatan liggi á gólfinu. Leggið þungar bækur eða annað á til að borðplatan pressist örugglega vel saman.
  4. Skerið í lokin línoleumplötuna til eftir borðplötunni og pússið kantana mjúka með sandpappír.
mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is