Má borða kartöflur sem eru byrjaðar að spíra?

Hversu lengi getum við geymt kartöflur?
Hversu lengi getum við geymt kartöflur? mbl.is/Colourbox

Litlu gulbrúnu hnullungarnir sem við elskum að bera fram með hvers kyns mat og eru fullar af orku eiga það til að spíra. En er óhætt að borða kartöflur sem byrjaðar eru að spíra?

Kartöflur eru hollar og góðar en ef þær liggja of lengi í kartöflusekknum munu þær byrja að spíra með tímanum  einfaldlega vegna þess að þær halda að þær eigi að þróast áfram í kartöfluplöntur. Og til þess að verja sig gegn grasbítum og skordýrum framleiða kartöflur eiturefnið sólanín; efni sem getur valdið höfuðverk, ógleði, kviðverkjum og jafnvel niðurgangi því hvorki er hægt að sjóða né steikja efnið í burtu.

Því ber að henda þeim kartöflum sem byrjaðar eru að spíra og það sama gildir ef þær eru orðnar grænar.

Það er ekki ráðlegt að borða kartöflur sem byrjaðar eru …
Það er ekki ráðlegt að borða kartöflur sem byrjaðar eru að spíra. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka