Dressingin sem fær þig til að borða salat

Dressingin sem mun fá þig til að borða meira salat …
Dressingin sem mun fá þig til að borða meira salat - satt og sannað! mbl.is/Colourbox

Þessi dressing þykir alveg svakalega bragðgóð og ef haft er eftir kokkinum, þá mun hún fá þig til að borða meira salat ef þú varst ekki þar ennþá. Uppskriftin gefur rúman bolla og má auðveldlega útbúa allt að 3 dögum fyrir tímann og geyma í kæli.

Dressingin sem fær þig til að borða salat

  • ½ bolli ristaðar og saltaðar cashew hnetur
  • ¼ bolli grænmetisolía
  • 3 msk. hrísgrjónavínsedik
  • ¾ tsk. crushed red pepper flakes, krydd
  • ¾ tsk. fiskisósa
  • ¾ tsk. hunang
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • sjávarsalt

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í blandara ásamt 1/3 bolla af heitu vatni. Blandið saman þar til slétt og fínt (engir kekkir).
  2. Smakkið til með salti. 
mbl.is