Nýjar freistingar frá HAY

Litrík lofttæmd box sem eru tilvalin undir kaffið, hönnuð af …
Litrík lofttæmd box sem eru tilvalin undir kaffið, hönnuð af George Sowden fyrir HAY. mbl.is/HAY

Hér ber að líta á nokkrar nýjar freistingar sem danska fyrirtækið HAY mun senda frá sér á næstunni. Það má alveg máta eldúsið við nokkrar af þessum nýjungum og jafnvel bæta við í safnið ef það er eitthvað sem mann sárlega vantar þar inn.

Endurnýtanleg rör úr gleri sem henta bæði undir kalda og …
Endurnýtanleg rör úr gleri sem henta bæði undir kalda og heita drykki. Koma sex í pakka og þeim fylgir lítill bursti til að þrífa þau. mbl.is/HAY
Við getum alltaf bætt nýjum skurðarbrettum í safnið, en hér …
Við getum alltaf bætt nýjum skurðarbrettum í safnið, en hér má sjá nokkur ný frá HAY sem eru væntanleg í ýmsum stærðum. mbl.is/HAY
Nýjir litir í viskastykkjum með vöfflumunstri úr 100% bómull.
Nýjir litir í viskastykkjum með vöfflumunstri úr 100% bómull. mbl.is/HAY
Rifjárn með mjóu handfangi sem auðvelt er að grípa utan …
Rifjárn með mjóu handfangi sem auðvelt er að grípa utan um. Rifjárnin koma 2 í pakka og þá með mismunandi stærðum á götum til að rífa niður. mbl.is/HAY
Krúttlegir svampar setja sinn svip við eldhúsvaskinn og gera húsverkin …
Krúttlegir svampar setja sinn svip við eldhúsvaskinn og gera húsverkin skemmtilegri. mbl.is/HAY
Við munum einnig sjá nýjan skrælara með litríku plasthúðuðu handfangi.
Við munum einnig sjá nýjan skrælara með litríku plasthúðuðu handfangi. mbl.is/HAY
mbl.is