Hin fullkomnu skinkuhorn

mbl.is/María Gomez

Heimabökuð skinkuhorn eru um það bil það æðislegasta sem hægt er að gæða sér á eftir skóladaginn. Hið fullkomna millimál myndu margir segja.

Hér erum við með uppskrift frá hinni einu sönnu Maríu Gómez sem er flinkari en flestir þegar kemur að matseld og almennum sniðugheitum í eldhúsinu.

Hin fullkomnu skinkuhorn

  • 650 millilítrar af volgu vatni
  • 2 matskeiðar sykur
  • 20 grömm af þurrgeri (eða 2 bréf)
  • 1 msk salt
  • 2 matskeiðar olía
  • 1 kíló af hveiti / einnig hægt að nota heilhveiti 50% á móti því hvíta

Fylling

  • 1/2-1 pakki (athugið ekki svona umslag) venjuleg brauðskinka
  • 1 dós skinkumyrja
  • 1/2 pakki beikon
  • 1 poki rifinn pakkaostur

Aðferð

  1. Blandið saman volgu vatni, sykri  og geri og látið standa í 5 mínútur þar til freyðir.
  2. Bætið þá olíunni við.
  3. Því næst skal bæta við saltinu og hveitinu hægt og rólega.
  4. Allt hrært saman og deigið hnoðað.
  5. Látið svo hefast í um það bil eina klukkustund
  6. Skiptið svo deiginu í 4 parta og fletjið hvern part út eins og pizzu
  7. Skerið svo í það eins og 8 pizzasneiðar og þá eruð þið með 8 þríhyrninga
  8. Best er að nota pizzaskera en einnig er hægt að nota beittan hníf
  9. Hrærið næst saman öllum innahaldsefnum úr fyllingunni en gott er að klippa beikonið smátt út, í og hafa það bara hrátt það eldast við bökun
  10. Því næst er fyllingin sett nær endanum á þríhyrningnum og honum svo rúllað upp í horn.
  11. Hrærið saman mjólk og einu eggi og penslið á hornin
  12. Gott er að strá fræjum yfir hornin á meðan þau eru ennþá blaut, og enn betra er að strá rifnum osti
  13. Bakið við 200°C hita (blástur) í um það bil 10 til 15 mínútur eða þar til þau eru orðin gullinbrún.
mbl.is/María Gomez
mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert