Jólasveinahattar með kremkexsúkkulaði

Ljósmynd/Nói Síríus

Hin eina sanna Eva Laufey heldur hér áfram að heilla okkur en þessi uppskrift kemur sjóðheit upp úr kökubæklingi Nóa Síríus. Á myndin er dóttir Evu og eins og sjá má er hún alveg jafn flink og móðir sín.

Jólasveinahattar með kremkexsúkkulaði

  • 170 g smjör
  • 190 g Síríus suðusúkkulaði
  • 3 egg og 2 eggjarauður
  • 160 g púðursykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • Salt á hnífsoddi
  • 1 msk. Síríus kakóduft
  • 3 msk. hveiti
  • 140 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi
  • 250 ml þeyttur rjómi
  • 14 – 16 jarðarber

AÐFERÐ

1. Forhitið ofninn í 180°C (blástur).

2. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti.

3. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.

4. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu yfir eggjablönduna og hrærið vel saman.

5. Bætið lyftidufti, salti, kakói, hveiti og smátt söxuðu rjómasúkkulaði með kremkexi út í deigið og blandið varlega saman við með sleikju.

6. Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur.

7. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana upp úr forminu.

8. Þeytið rjóma og skreytið kökubitana með rjómanum og jarðarberjum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert