Valinn besti veitingastaðurinn á Íslandi

Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX.
Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og ÓX. mbl.is/Kristinn Magnússon

White Guide leiðavísirinn um matargerð á Norðurlöndunum hefur tilkynnt hvaða veitingastaður á Íslandi þyki bestur. Það er enginn annar er Þráinn Freyr Vigfússon á ÓX sem fær viðurkenninguna en ÓX er ekki einvörðungu valinn besti staðurinn á Íslandi samanborið við aðra hérlenda staði heldur þykir staðurinn skara fram úr á heimsmælikvarða eða Global Master Level sem er í fyrsta skipti sem veitingastaður á Íslandi nær þeim árangri.

Að sögn Þráins Freys Vigfússonar matreiðslumanns sem jafnframt er stofnandi og eigandi ÓX er þetta mikil viðurkenning fyrir staðinn. „Þá ekki síst fyrir alla þá vinnu sem okkar frábæra fagfólk hefur lagt á sig til að gera ÓX að því sem það er í dag," segir Þráinn.   

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is